materials:
Soil, two female bodies, canvas, bodies, berries and life soundscape

Performance by Elísabet Birta Sveinsdóttir and Sunneva Ása Weisshappel

Soundscape by Julia Mogensen

Exhibited at Kynleikar//Genderplay in Ekkisens 2015

 

 

Genderplay was an exhibition of 14 artists set around the 100th anniversary of Icelandic women gaining the right to vote.

The artist worked with the diversity of feminism and their experience of life, in a feminist context. The limits of the body and the self is explored, as well as reflections on the individual in a society which is constantly framing gender in different ways.

The artworks appear in the form of performances, video works, drawings and paintings. My work exhibited at Genderplay, Skin, was a live performance in collaboration with dancer/visual artist Elísabet Birta Sveinsdóttir and cellist Júlía Mogensen.

 

The performance, Hörund/Skin, was around one hour long. Two moving female bodies behind transparent, streatched wallsized canvas. The audience watched the performance whilst cellist Júlía Mogensen created a live soundscape in dialoge with our movements and actions behind the canvas.

Speculation and Sex, Sunneva Ása Weisshappel, 2015 Ég var heppin að alast upp á heimili þar sem mér var kennt ég gæti allt. Pabbi er smiður og hann kenndi mér gott verkvit og handbragð, ég var með honum  í vinnunni, á smíðaverkstæðum, fór með honum á skitterí, veiðar og fékk að vera með, alltaf. Ég var ekki bara áhorfandi heldur var mér kennt að vera til gagns. Mamma bauð mér í dans, tónlistar og söngnám. Ég fékk aldrei að segja, “ég get þetta ekki” ég reyndi þangað til mér tókst, Lína Langsokkur og Ronja Ræningjadóttir voru fyrirmyndir. Síðan ég var barn vissi ég líka alltaf hvað ég myndi verða þegar ég yrði stór. Listin var eitthvað sem ég réð ekki við, hvort sem ég var að semja leikrit, teiknandi sem óð væri út um allt og allstaðar, breytandi öllum aðstæðum í svið, búa til svið og smíða, saumandi búninga á sjálfan mig og systur mína, færandi samræðum í söngleiki, fangandi athygli allstaðar, skrifandi dramantíska texta og svo má lengi telja. Um níu ára aldurinn fór ég að taka upp stuttmyndir á vhs og klippa í videotækinu heima, ég var alltaf listakrakkinn í bekknum, lét í leikritunum o.s.fr. Fór á listabraut í menntaskóla (það kom ekkert annað til greina) og komst inn i Listaháskólann 19 ára. Þetta er það sem ég geri best og það sem ég kann, síðan ég var 16 ára hef ég aðeins einblítt á Listina. Ég sór þess eið þegar ég var 20 ára að vinna aldrei aftur starf sem tengdist ekki listinni minni eða listrænum þroska. Ég hef staðið við það. Mér finnst skárra að eiga ekki peninga, en eiga peninga og vinna við eitthvað annað. Þetta er það sem ég á að gera, vil gera og er góð í að gera. Mér finnst mikil gjöf að fæðast sem kona í dag, á þessum tíma en ekki fyrir 60 árum eða meira, og þá sérstaklega í listrænum samanburði. Þetta gerir það að verkum að birtingamynd kvenna, spegill þeirra á raunveruleikann er nánast óskrifaður og allt stendur mér opið, það er svo margt ógert og ósagt. Það er sjúklega spennandi t.d. að skrifa bíómyndir. (95 % allra bíómynda er skrifaður frá sjónarhorni karla, ímyndið ykkur, heill heimur á eftir að birtast okkur). Ég fékk samt sjokk þegar ég komst á kynþroskaaldurinn, þá fór ég fyrst almennilega að finna fyrir því að ég var í öðrum flokks kategora. Þegar brjóstin poppuðu út úr bringunni og á örstuttri stund fór maður frá því að vera barn í kyntákn, það breyttist allt sjúklega hratt, ég var nefnilega í konuflokknum, þeim flokki sem getur ekki. Ég breyttist hratt frá opnum björtum krakka í harða skel, var sífellt í vörn og reið, vildi sanna mig, sýna ég gæti ekkert minna þó ég væri stelpa. Ég upplifi stundum líka að við myndlistarmenn þurfa að takast á við svipaða fordóma. Það er eins og maður þarf sífellt að sanna að maður sé að gera eitthvað, útskýra sig, verja listina sína fyrir endalausum höggum, það er gert lítið úr því og starfið smánað, lygar og fordómar. Þetta er eina starfs-stéttin sem þarf að berjast fyrir því að fá laun, eins og aðrar stéttir fá! Engin önnur starfstétt þarf að berjast fyrir launun! Það er t.d. velþekkt að á listasöfnum fá allir starfsmenn greitt fyrir vinnu sína, nema listamaðurinn sem skapar vettvanginn, viðburðinn sjálfan. Það er alltaf haft þannig og sett þannig upp það sé verið að gera manni svo mikinn greiða, (samt eru allir að lifa á þessu, nema listamennirnir). Ég er að skrifa þessa vangaveltu vegna samsýningar sem ég tók þátt í sem ber heitið Kynleikar. Ekkisens Listarýmisdóttir​ er grasrótargallerí þar sem sýningin var sýnd. Þetta var feminísk sýning og áhersla okkar var þar. Það sem var öðruvísi við þessa sýningu en aðrar, var sú að við listamennirnir heyrðum snemma í ferlinu að sýningin yrði svo færð yfir í Ráðhús Reykjavíkur og tæki þátt í miklum fögnuði; 100 ára afmæli kostningarétti kvenna. Ég var stollt, ég var ánægð og vildi gjarnan leggja mitt af mörkum. Ég og Elísabet Birta Sveinsdóttir​ og Júlía Mogensen​ settum upp verkið Hörund, 1 1/2 kltm dans-myndlistarverk með selló undirspili. Verkið var tekið upp og eftir að sýningunni lauk í Ekkisens, fórum við með videoverk ásamt stórum ljósmyndum niðrí Ráðhús (við borguðum prentið á ljósmyndunum sjálfar, dvd diskinn, unnum alla klippivinnu o.s.frv). Þegar við komum með verkið niður í Ráðhús varð ég strax hissa, að okkur hafi verið skaffað mötuneyti hússins, mér fannst þetta lélegur staður, við máttum ekki negla upp neina nagla, nota lím eða gera neitt við staðinn. Við unnum með það sem við gátum, myndir voru festar á þá fáu nagla sem uppi voru og sjónvörpum raðað í gluggakistur. Strax eftir þessa opnun í Ráðhúsinu fór ég erlendis að vinna. Ég fékk skilaboð snemma frá foreldrum vina, sem fóru til að sjá sýninguna að slökkt væri á verkinu mínu og ljósmyndirnar lágu hirðulausar á gólfinu. Ég hef aldrei áður (á þeim fjölmörgu sýningum sem ég hef sýnt á) fengið svona fréttir og hafði strax samband við sýningarstjórana. Þá komst í ljós að slökkt væri á nánast öllum verkunum, alltaf. Í kjölfarið var skrifuð afsökunarbeiðni á Feisbúkk á þvi að verkin væru alltaf í lamasessi. Ég hef fylgst með umræðinnu í fjarlægð sem hefur myndast vegna sýningarinnar, hún er vægast sagt ógvænleg, svo margar rangfærslur, lygar. Ég fékk t.d. ekki krónu fyrir að sýna á sýningunni. Reyndar borguðum við úr eigin vasa kostnað verksins, og færðum á silfufati Ráðhúsi Reykjavíkur. Sem betur fer fær þetta ekki lengur á mig, að ég sé kona og ég sé listamaður. Bæði verða sífellt undir höggi. Ég hef vanið mig á að halda áfram á minni braut. Ekki get ég hætt að vera kona og jafn erfitt er fyrir mig að hætta að vera listamaður. Ég elska reyndar að vera bæði. Mig langar til að birta þennan texta eftir Árni Matthíassons sem skrifaði í mbl blaðið í dag : Ég vona að þér finnist ég ekki vera með þráhyggju, kæri lesandi, þó ég endurtaki það sem ég hef áð- ur sagt á þessum stað, og það oftar en einu sinni: Okkur finnst ósjálfrátt það sem karlar gera merkilegra en það sem konur gera. Ósjálfrátt, segi ég, vegna þess að þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við, eitthvað sem umhverfið og uppeldið, þjóð- félagið, laumar inn í kollinn á okkur án þess að við tökum eftir því og tekur okkur svo lungann úr ævinni að yfirstíga. Þessa staðreynd, og það er staðreynd eins og kemur betur fram hér fyrir neðan, hef ég að- allega nefnt í sambandi við valda- og stjórnunarstöður, sem sjá má meðal annars í því að í gegnum aldirnar hafa karlar nánast undantekningalaust valist í öll helstu (og best launuðu) störf og embætti hvers tíma. Þessi óskemmtilega staðreynd á þó við á fleiri sviðum mannlífs, öllum sviðum reyndar, þar með talið listasviðinu. Frægt varð í sumar þegar bandarísk skáldkona komst að því að ef hún sendi inn handrit undir karlmannsnafni fékk hún mun fleiri og jákvæðari svör frá útgefendum en ef hún sendi inn sama handrit undir sínu eigin nafni, átta sinnum fleiri svör reyndar. Víst er þetta bara reynslusaga og við eigum svosem ekki að taka of mikið mark á reynslusögum, en óhætt er að taka mark á rannsóknum eins og þeirri sem gerð var við sálfræðideild háskóla eins vestur í Bandaríkjunum þar sem í ljós kom að alla jafna eru karlar taldir frjórri en konur þegar listsköpun er annars vegar, og ekki bara það heldur eru verk karla talin frumlegri listsköpun en verk kvenna og það þótt um sama verk sé að ræða. (Hin karlmannalega sköpunargeta og frumleiki í hugsun kemur þó körlum ekki bara til góða í listsköpun, heldur kom það í ljós að nemendur í viðskiptanámi fengu mismunandi mat hjá kennurum eftir því hvort þeir töldu að viðkomandi verkefni væri eftir karl eða konu – verk karla voru almennt talin frumlegri og ný- stárlegri en verk kvenna, þó að það eina sem skildi á milli væri meint kynferði höfundar.) Nú spyrðu þig eflaust hvers vegna ég sé að sífra þetta, en málið er að ofangreint viðhorf birtist einkar vel í umræðu um listsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ekki er ástæða til að efast um að kveikjan að fréttaflutningi hafi verið særð blygðunarsemi í bland við almennt listamannaóþol, en fljótlega birtist í umfjöllun fjölmiðla sú al- þekkta tilhneiging að gera lítið úr listaverkunum. Verkin væru nefnilega eiginlega öll ómerkileg og hallærisleg og það af ástæðu sem var þó ekki sögð upphátt: Þau voru öll eftir konur. Kvennalist er nefnilega ekki alvöru list. Nema kannski hún sé nytjalist. Það er svo kaldhæðnislegt, svo ekki sé meira sagt, að sýning sem sett er upp til að fagna hundrað ára baráttu gegn kynjafordómum skuli einmitt verða fyrir kynjafordómum, eða hvað finnst þér, ljúfi lesandi? -Árni Matthíasson, Kvennalist og alvöru list

Klám með kjötbollunum____________________Í Ráðhúsinu stendur nú yfir Afrekssýning kvenna. Þar eru mörg fróðleg spjöld og myndir frá gömlum og nýjum tíma og þótti mér mest koma til framlags Brynhildar og Kolbrúnar sem er á ganginum fyrir framan matsal borgarstarfsmanna. Ég (Gísli) heimsótti sýninguna á laugardaginn og fór aftur í dag því sá hluti sem nefnist Kynleikar fór fram hjá mér þá en hefur síðan orðið umfjöllunarefni tveggja netmiðla. Báðir styðjast eingöngu við tilkynningu listamannanna þar sem segir: “ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í lamasessi á þessari sýningu. Aðstandendur sýningarinnar eru í viðræðum við starfsmenn borgarráðs og verkefnisstjóra afrekasýningarinnar og vonandi finnst farsæl lausn á þessu máli fljótlega. Í millitíðinni, ef þið kíkið á sýninguna, ekki hika við að kveikja á myndbandsverkunum sjálf. Starfsmenn í húsinu hafa tekið sér bessaleyfi til þess að slökkva reglulega á verkunum yfir daginn og það er lítið sem við getum gert í þessu máli sem stendur.” Einhvern tíma hefði þetta þótt nægilega fréttnæmt til að gera tíðindamann út af örkinni og athuga hverju þetta sætti. Þegar ég kom í dag var mér vísað á matsal ráðhúsfólksins þar sem nokkrum sjónvarpstækjum hefur verið komið fyrir og fyrir framan salinn hangir þetta skilti: Þarna var slökkt á öllu þegar ég kom og sum staðar voru fjöltengi ekki í sambandi. Ég reyndi að kveikja á tækjum en gekk illa. Aðspurðir borgarstarfsmenn voru frekar fámálir og vildu helst ekkert skipta sér af þessu, sögðust ekkert vita um sýningarstjóra eða starfsmenn sýningarinnar og ekkert gekk hjá aðvífandi öryggisverði að ræsa græjurnar en svo bar að starfsmann sem gat hjálpað mér að kveikja á einum skjá. Verkið var hljóðlaust og ég naut þess ekki sem skyldi. Aðspurður sagði starfsmaðurinn að einhverjir starfsmenn hefðu upphaflega slökkt á matmálstímum því þeim hefði þótt verkin nógu ógeðsleg til að það hafði áhrif á matarlystina. Nánari lýsing fékkst eftir öðrum leiðum: Frá upphafi voru margir ósáttir við nærveru myndbandsverkanna á matmálstímum. Þó liðu margir dagar þar til einn tók á sig rögg og slökkti á myndbandi af konu með brund í andlitinu. Fleiri fóru að dæmi hans og slökkt var á verki með blöndu af klámi og barnaefni og nakið fólk á eldhúsborði þótti heldur ekki lystaukandi. Þar sem þetta er starfsmannarými er trauðla hægt að segja fólki að fara annað í matartímanum og ekki hægt að mótmæla fólki sem vill ekki hafa ógeðslegt efni fyrir augunum nema það hafi ákveðið það sjálft. Heggur sá er hlífa skyldi Reykjavíkurborg vann á sínum tíma áhugaverða og ítarlega skýrslu með yfirskriftinni Klámvæðing er kynferðisleg áreitni. Skýrslan sætti talsverðum tíðindum og varð til að vekja athygli á vanda sem áður hafði legið nánast algerlega óbættur hjá garði. Afrekskvennasýningin er á vegum borgarinnar og er auglýst á vef Reykjavíkurborgar sem slíkur viðburður; ráðhúsið lagði til starfsmann og verkefnastjóra. Það sætir hálfgerðri furðu að þessir aðilar skuli ekki hafa gert sér grein fyrir að þarna sættu borgarstarfsmenn kynferðislegu áreiti í matartíma sínum, sátu undir því sem þeir upplifðu sem ógeðslegt klám og voru þolendur þess sem þeir hefðu síst átt að sæta og létu lengi vel yfir sig ganga. En svo fengu þeir nóg. Þetta er auglýst sem list og listrænt frelsi er í hávegum haft. Enginn vill ritskoða listina. En klám er persónuleg upplifun, ekki háð skilgreiningu annarra og það á ekki að troða því í fólk. Það er ekki hægt að veifa hátimbruðum skilgreiningum á listgerningum til réttlætingar á þessu uppátæki. Þá mætti alveg eins efna til sýningar á Debbie Does Dallas á breiðtjaldi á Austurvelli, með tilheyrandi efnisviðvörunum. En efnisviðvaranir eru einmitt til þess ætlaðar að benda fólki á að efnið sem viðvörunin fylgir geti valdið þeim vanlíðan, jafnvel orðið til að kalla fram einkenni hjá þeim sem glíma við áfallastreituröskun, til dæmis vegna kynferðisofbeldis eða annars konar ofbeldis. Fólk á rétt á að verða ekki fyrir áreiti, hvað þá grófu áreiti, á vinnustaðnum sínum. Það er ekki valkvætt rými heldur staður sem fólk er yfirleitt skuldbundið til að vera á, en hefur þó oft litla beina stjórn á. Með öðrum orðum, fólk getur ekki farið eitthvert annað og þar af leiðandi varla undrunarefni þótt einhver hafi tekið sig til og slökkt á klámsjóinu. ráðhús með twÞað eiga allir rétt á að upplifun þeirra af einhverju sem sjokkerandi og sem óþægilegu sé virt og að sú upplifun sé ekki afgreidd sem tepruskapur eða firring þess sem ekki kemur auga klámvæðinguna alls staðar í samfélaginu. Og það er ekkert firrt við að upplifa gróft klámefni – og þá er ekki átt við rúmstokksmyndir eða „Very Dirty Dancing“, heldur mjög grafískt og jafnvel ofbeldisfullt klám – sem óþægilegt. Mjög mörgum, jafnvel meirihluta alls þorra almennings, þykir óþægilegt að horfa á slíkt efni og er misboðið af því, og það þrátt fyrir að vita vel af tilvist efnisins. Fólk langar bara oft ekkert að horfa á það sjálft, enda er grafískt mainstream-klám jútjúb-samtímans gjarnan frekar ógeðfellt nema fyrir þeim sem sækjast meðvitað eftir því. List í almannarými er vandmeðfarin. Sérstaklega list sem er ætlað að ögra. Með slíkri list eru efnisviðvaranir gagnslausar því efnisviðvörun virkar ekki nema sá eða sú sem hún viðvörunin á að gagnast geti forðast efnið og það helst án þess að það hafi veruleg áhrif á lífsgæði hans eða hennar. Er hægt að setja risastórt *TW* yfir allar inngöngudyr ráðhúss Reykjavíkur og gera það um leið að svæði sem sumt fólk getur einfaldlega ekki hætt sér inn á? Nei, það er varla boðlegt.____________________________Höfundar: Gísli Ásgeirsson og Halla Sverrisdóttir___________https://knuz.wordpress.com/2015/09/17/klam-med-kjotbollunum/