materials:
Costume design

Guðrún Baldvinsdóttir skrifar:

„Stjórnmálin eru sirkus,“ var fyrirsögn Fréttablaðsins á laugardaginn var og er líklega við hæfi miðað við síðustu vikur, mánuði og ár. Flestir Íslendingar yfir tvítugu muna hvar þeir voru staddir þegar Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland, þann 6. október 2008. Þetta augnablik er greypt í minni þjóðarinnar og felur í sér hrun á ákveðnum hugmyndum um stöðu þessarar litlu þjóðar sem á þeim tíma taldi sig geta allt, vita allt og eiga allt.

Tímabil góðærisins leið skyndilega undir lok og fara þurfti í vinnu endursköpunar, uppbyggingar og niðurrifs. Margir fullyrða að þjóðin sé enn að vinna úr atburðunum sem áttu sér stað fyrir níu árum, og reglulegar kosningar beri merki um það. Hluti af þessari vinnu var auðvitað skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna sem kom út árið 2010. Skýrslan kom út í níu bindum og fjallaði ítarlega um atburðina fyrir hrun…..https://www.ruv.is/frett/avarpid-sjalft-blekking

SJ. Fréttablaðið ★★★★★.

Borgarleikhúsið: Guð blessi Ísland
Leikverk: Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson
Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarson
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: Sunneva Ása Weisshappel
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Danshöfundur: Aðalheiður Halldórsdóttir
Tónlist: Katrin Hahner
Hljóð: Baldvin Þór Magnússon
Leikarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Arnmundur Ernst Backmann, Brynhildur Guðjónsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Örn Árnason.